Stofan

gudrun_alfredsdottirKirkjusandur 5 (sjá kort)
105 Reykjavík
sími: 553 3503

netfang: postur@friskarifaetur.is
veffang: www.friskarifaetur.is

Opið alla virka daga kl. 10-17,
eða eftir samkomulagi.

Fótaaðgerðastofa Guðrúnar er ein af fáum stofum, enn sem komið er, sem auk hefðbundinna fótaaðgerða býður upp á fót- og göngugreiningu ásamt innleggjagerð. Ákveðnar tegundir áunninnar fótskekkju eru algengar – einkum tábergssig, ekki síst hjá konum. Og þó ýmis einkenni leyni sér ekki áttar fólk sig oft ekki á hvað er að gerast í fótunum, eða telur að ekkert sé til ráða. En til er einföld en áhrifarík lausn; rétt uppbyggð innlegg sem „leiðrétta“ skekkjur og geta um leið hægt á eða fyrirbyggt frekari meinsemdir í fótum/stoðkerfi. >> Sjá nánar um tábergssig

Hjá Fótaaðgerðastofu Guðrúnar getur þú fengið faglega ráðgjöf um fóthirðu, val á skóm, innleggjum og kremum sem koma fótum þínum til betri heilsu. Kynntu þér þjónustu Fótaaðgerðastofu Guðrúnar Alfreðsdóttur.

Guðrún er í Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga

FRÍSKARI FÆTUR – BETRI LÍÐAN!

Kirkjusandur-5---hús