Þjónustan

Fótaaðgerðastofa Guðrúnar Alfreðsdóttur býður upp á eftirfarandi þjónustu.

Hefðbundnar fótaaðgerðir

Almenn fótsnyrting, meðferð líkþorna, varta, sveppasýkingar í nöglum, niðurgróinna nagla (t.d. spangir), sem og almenn ráðgjöf um fóthirðu, skó og innlegg og sérstök fyrirbyggjandi meðferð og ráðgjöf fyrir sykursjúka.

Fót- og göngugreining

Fót- og göngugreining gefur til kynna hvort um fótskekkju er að ræða, s.s. tábergssig, hælskekkja, plattfótur eða holfótur, sem síðan gjarnan orsakar verki í fótum, mjóhrygg og upp úr. Um 85% fótmeina eru af völdum áunninnar fótskekkju sem mjög oft orsakast af slæmum skóm. Þetta má færa til betri vegar með notkun innleggja og með vönduðum skóm. >> Sjá nánar um slæmar skó

Ráðgjöf

Ráðgjöf um fóthirðu og val á skóm og innleggjum. Auk þess ráðgjöf og sérstök fyrirbyggjandi meðferð fyrir sykursjúka.

Ekki ganga fram af sjálfri/um þér! HÉR eru nokkrar staðreyndir sem þér þætti e.t.v. betra að vita um.